Annar stór skjálft­i varð í morg­un um átta kíl­ó­metr­a norð­vest­an af Gjög­ur­tá en það er á sömu slóð­um og skjálft­inn sem var 3,5 að stærð í nótt. Um 60 jarð­skjálft­ar hafa mælst á svæð­in­u frá því um mið­nætt­i. Síð­ast mæld­ust jarð­skjálft­ar af þess­ar­i stærð í okt­ó­ber árið 2020 en þá höfð­u mælst jarð­skjálft­ar nokk­uð stöð­ugt fyr­ir norð­an frá júní og til okt­ó­ber.

Í til­kynn­ing­u frá Veð­ur­stof­unn­i kem­ur fram að þeim hafi bor­ist til­kynn­ing­ar um að skjálft­inn hafi fund­ist á Ólafs­firð­i, Dal­vík og í Þing­eyj­ar­sveit en einn­ig er gert ráð fyr­ir því að skjálft­inn hafi fund­ist víða á Tröll­a­skag­a.

„Það má segj­a að það sé við­bú­ið að það verð­i stór­ir skjálft­ar þarn­a. Það var mik­il skjálft­a­virkn­i 2020 frá júní og stóð til okt­ó­ber, með hlé­um þó. Það var ör­lít­ið vest­ar en á svip­uð­um slóð­um,“ seg­ir Sal­óm­e Jór­unn Bern­harðs­dótt­ir nátt­úr­u­vá­r­sér­fræð­ing­ur hjá Veð­ur­stof­u Ís­lands og að um sé að ræða jarð­skorp­u­hreyf­ing­ar.

Hún seg­ir erf­itt að segj­a til um það hvort að þett­a hald­i á­fram

„Þett­a gæti hald­ið á­fram eins og 2020 en svo gæti þett­a bara ver­ið ein­hverj­ir skjálft­ar núna sem svo logn­ast út af,“ seg­ir Jór­unn.

Er þett­a eitt­hvað veð­ur­fars­legt, þett­a er svip­að­ur tími og árið 2020?

„Nei, það er ekki hægt að segj­a það. En það má segj­a að þett­a sé end­ur­tek­ið efni, að það sé land­ris við Þor­björn og skjálft­a fyr­ir norð­an á þess­u svæð­i á svip­uð­um tíma,“ seg­ir Jór­unn en það sama gerð­ist árið 2020.

„Það má velt­a því fyr­ir sér hvort að jarð­skjálft­a­belt­ið fyr­ir norð­an sé eitt­hvað öf­und­sjúkt út í jarð­skjálft­a­belt­ið á Reykj­a­nes­in­u,“ seg­ir Jór­unn létt og hlær.

En þau tengj­ast ekk­ert?

„Nei, ekki bein­tengt nei,“ seg­ir hún.