Annar risaskjálfti reið yfir við indónesísku eyjuna Lombok nú fyrir skömmu. Hann var af stærðinni 6,9 að því er AP greinir frá en skjálftinn sem skók eyjuna í morgun var 6,3.

Tvær vikur eru síðan mannskæður skjálfti reið yfir á svæðinu en hann varð yfir 430 manns að bana.

Banda­ríska jarðvís­inda­stofn­un­in, USGS, greinir frá því að skjálftinn hafi mælst á 20 kílómetra dýpi norðaustan við eyjuna.