Sigurður Pétur Sig­munds­son, odd­viti Bæjar­listans í Hafnar­firði hefur gengið í Sam­fylkinguna. Guð­mundur Árni Stefáns­son, odd­viti Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði, greinir frá því á Face­book síðu sinni. Odd­vitar tveggja flokka hafa því gengið til liðs við Sam­fylkinguna frá kosningunum 14. maí.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær að Sigurður Þ. Ragnars­son, veður­fræðingur og fyrr­verandi bæjar­full­trúi Mið­flokksins og ó­háðra í Hafnar­firði, hafi á­kveðið að ganga til liðs við Sam­fylkinguna.

„Þetta eru öflugir liðs­menn og drengir góðir og ég býð þá hjartan­lega vel­komna og þeirra fólk í bar­áttu fyrir betri bæ,“ segir Guð­mundur Árni. Sigurður Pétur og Sigurður Ragnar ganga til verka og trúnaðar­starfa í í­þrótta- og menningar­málum í Hafnar­firði fyrir hönd Sam­fylkingarinnar.

Bæjar­listinn fékk 4,3 prósent at­kvæða í sveita­stjórnar­kosningunum og Mið­flokkurinn fékk 2,8 prósent, sam­tals fengu þeir um þúsund at­kvæði. Guð­mundur Árni segir jafnaðar­menn í Hafnar­firði sannar­lega mætta til leiks.