Mikill gosmökkur stígur nú upp frá svæðinu í grennd við Fagradalsfjall, líklega vegna sinubruna sem hafa verið þrálátir á svæðinu vegna þurrkutíðar og aukinnar gjóskuvirkni.

Íbúar í Grindavík töldu sumir að annar gígur hefði myndast í morgun þegar tveir mekkir sáust stíga til lofts frá gossvæðinu. Hægt er að sjá á vefmyndavélum að reykur stígur upp frá tveimur svæðum.

Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins:

„Að öllum líkindum er annar mökkurinn þarna frá gróðureldum/sinubrunum á svæðinu sem hafa verið þrálátir á svæðinu síðustu viku. Þurrkatíð og aukin gjóskuvirkni ráða þar mestu.“