Annar mannanna sem grunaðir eru um hrinu stungu­á­rása í Kanada í fyrra­dag, með þeim af­leiðingum að tíu létust og á­tján særðust, fannst látinn í gær­kvöldi.

BBC greinir frá þessu.

Haft er eftir lög­reglu að maðurinn, Damien Sander­son, 31 árs, hafi verið með á­verka og grunur leiki á að honum hafi verið ráðinn bani. Frekari upp­lýsingar hafa ekki verið gefnar út.

Í frétt BBC kemur fram að Damien hafi fundist í James Smith Cree Nation, skammt frá þeim stað sem flest fórnar­lömb á­rásanna bjuggu. Bróðir Damiens, My­les Sander­son, er enn leitað en þeir eru taldir hafa staðið saman að á­rásunum.

Á­rásirnar voru fram­kvæmdar á þrettán mis­munandi stöðum í sam­fé­lagi frum­byggja í suður­hluta Kanada. Ekki liggur fyrir hvað bræðrunum gekk til.

Að­stoðar­lög­reglu­stjórinn R­honda Black­mor­e sagði við fjöl­miðla að ekki væri úti­lokað að My­les hafi einnig hlotið meiðsl og hann gæti leitað sér að­stoðar. Er al­menningur hvattur til að vera á varð­bergi gagn­vart grun­sam­legum manna­ferðum.

Bræðurnir eru grunaðir um að hafa myrt tíu manns og sært átján.