Jarð­skjálfti að stærð 2,8 mældist rétt fyrir klukkan 17 í dag rúmum einum kíló­metra suð­vestur af Keili.

Nokkuð öflugur jarð­skjálfti reið yfir suð­vestur­horn landsins í há­deginu. Upp­tök skjálftans voru á svipuðum slóðum og áður, skammt suð­vestur af Keili á Reykja­nesi en þar hefur jarð­skjálfta­hrina staðið yfir síðustu daga.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Veður­stofu Ís­lands var skjálftinn um 3,4 að stærð og varð hann klukkan 12:18.