Miðflokkurinn fengi sex prósent atkævða ef kosið yrði til Alþingis nú. Flokkurinn fékk 12 prósent fylgi í síðustu kosningum. Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem vísað er í nýjan þjóðarpúls Gallup.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 23% atkvæða en Smfylkingin fengi 18%. Vinstri grænir mælast með 12% fylgi en fylgi Pírata og Viðreisnar mælist 11%. 5,3% myndu kjósa Flokk fólksins.

45% styðja ríkisstjórnina.