Búið er að út­skrifa annað barnanna sem ný­verið lagðist inn á Barna­spítalann vegna CO­VID-19. Ríkis­út­varpið greinir frá þessu.

Hefur miðillinn eftir Valtý Thors, lækni á spítalanum, að barnið sem nú er út­skrifað sé 14 ára. Þá er hitt barnið tveggja ára gamalt en það er komið af gjör­gæslu og nú á al­mennri deild.

Tölu­legar upp­lýsingar á co­vid.is verða nú að nýju einungis upp­færðar á virkum dögum. Er það vegna til­slakana og stöðug­leika í ný­gengi smita. Þetta verður hins­vegar endur­skoðað ef staðan breytist.