Kona á níræðisaldri lést af völdum COVID-19 á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í gær. Um er að ræða tíunda andlátið af völdum COVID-19 á Íslandi. Þetta er annað andlátið á Bergi sem tengt er COVID- 19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Alls hafa 1.764 smitast af COVID-19 samkvæmt upplýsingum frá því í gær en greindum tilfellum hefur fækkað töluvert síðustu daga. 1.362 hafa náð bata eftir að hafa smitast og virk smit eru nú 402.