Sjúklingur á sextugsaldri lést á Landspítala af völdum Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum í morgun. Þetta er annað andlátið vegna COVID-19 sem greint er frá á tveimur dögum og annað andlátið í fjórðu bylgju faraldursins.

Í gær vera greint frá því að sjúklingur á sjötugsaldri hafi látist á gjörgæsludeild af völdum Covid-19. Alls hafa nú 32 látið lífið af völdum kórónuveirunnar hér á landi frá því faraldurinn hófst í fyrra.