Anna Sig­rún Baldurs­dóttir, fram­kvæmda­stjóri á Land­spítala, hefur verið ráðin sem skrif­stofu­stjóri og leið­togi öldrunar­mála hjá vel­ferðar­sviði Reykja­víkur­borgar. Þetta kemur fram í til­kynningu á heima­síðu Reykja­víkur­borgar.

Berg­lind Magnús­dóttir sinnti starfinu áður en hún hefur hafið störf í fé­lags- og vinnu­markaðs­ráðu­neytinu sem verk­efnis­stjóri nefndar um heildar­endur­skoðun á þjónustu við eldra fólk.

Skrif­stofa öldrunar­mála ber á­byrgð á mála­flokkum eins og heima­hjúkrun, heima­þjónustu, hjúkrunar­heimili. þjónustu­í­búðum, heim­sendingu matar og fé­lags­starfi.

Anna Sig­rún er hjúkrunar­fræðingur að mennt með MBA próf frá Há­skólanum í Reykja­vík, hún stundar einnig nám í opin­berri stjórn­sýslu við Há­skóla Ís­lands.

Í til­kynningunni frá Reykja­víkur­borg segir að Anna Sig­rún sé reyndur stjórnandi í opin­berri þjónustu, en síðustu níu ár hefur hún starfað sem að­stoðar­maður for­stjóra og síðar fram­kvæmda­stjóri Land­spítala.

Hún var áður að­stoðar­maður vel­ferðar­ráð­herra í sam­einuðu fé­lags- og heil­brigðis­ráðu­neyti árin 2009 til 2013 og þar á undan rak hún eigið fyrir­tæki í heil­brigðis­þjónustu.

Gert er ráð fyrir að Anna Sig­rún hefji störf hjá Reykja­víkur­borg í októ­ber næst­komandi.