Anna Mar­í­a Gunn­ars­dótt­ir, var­a­for­mað­ur Kenn­ar­a­sam­bands Ís­lands (KÍ), gef­ur kost á sér í em­bætt­i formanns KÍ. Anna Mar­í­a til­kynnt­i um fram­boð sitt í gær­kvöld­i á sam­fé­lags­miðl­um.

„Ég hef á­kveð­ið að gefa kost á mér til em­bætt­is formanns Kenn­ar­a­sam­bands Ís­lands. Ég vil þakk­a þeim sem hafa hvatt mig til þess að bjóð­a mig fram,“ seg­ir Anna Mar­í­a í til­kynn­ing­unn­i.

Anna Mar­í­a hef­ur frá ár­in­u 2018 starf­að sem var­a­for­mað­ur sam­bands­ins og þar áður sem kenn­ar­i. Einn­ig hef­ur hún starf­að fyr­ir Fé­lag fram­halds­skól­a­kenn­ar­a.

„Ég hef fund­ið mig vel í þess­u starf­i og sinnt fjöl­mörg­um á­ríð­and­i verk­efn­um fyr­ir kenn­ar­a og vil gefa kost á mér til að gera það á­fram,“ seg­ir Anna Mar­í­a.

Mikilvægt að fylgja umbótamálum eftir

Hún seg­ir í til­kynn­ing­unn­i að henn­ar mati sé mik­il­vægt að fylgj­a eft­ir ýms­um um­bót­a­mál­um sem hafi ver­ið unn­ið að síð­ust­u ár og nefn­ir þar þrennt.

„Í fyrst­a lagi þarf að fjár­magn­a og fylgj­a eft­ir að­gerð­a­á­ætl­un mennt­a­stefn­u sem með­al ann­ars á að tryggj­a á­fram­hald að­gerð­a til að fjölg­a kenn­ar­a­nem­um, veit­a skól­um fjár­magn og frels­i til inn­leið­ing­ar stefn­unn­ar á eig­in for­send­um og byggj­a upp skól­a­þjón­ust­u og stuðn­ing á lands­vís­u. Í öðru lagi þarf að bæta kjör kenn­ar­a og upp­ræt­a þá djúp­u kyn­bundn­u mis­skipt­ing­u sem til stað­ar er á ís­lensk­um vinn­u­mark­að­i og í sam­fé­lag­in­u öllu. Í þriðj­a lagi vil ég hald­a á­fram að þróa starf­sem­i Kenn­ar­a­sam­bands Ís­lands og efla þjón­ust­u við fé­lags­fólk.“

Hún seg­ir að síð­ust­u ár hafi hún unn­ið náið með frá­far­and­i for­manni og að hún vilj­i vinn­a á þeim grunn­i sem að þau hafi byggt á.

„Ég vil byggj­a ofan á þann grunn og eiga í traust­u og mál­efn­a­leg­u sam­starf­i við stjórn­völd, há­skól­an­a, er­lend­a sam­starfs­að­il­a, önn­ur stétt­ar­fé­lög, mennt­a­mál­a­stofn­un, rík­is­sátt­a­semj­ar­a og fleir­i. Nái ég kjör­i mun ég leggj­a mig fram um að styðj­a við nýj­an var­a­for­mann, búa til öfl­ugt teym­i okk­ar beggj­a sem og stuðl­a að góðu sam­starf­i okk­ar við stjórn og starfs­fólk sam­bands­ins,“ seg­ir Anna Mar­í­a.

Hún seg­ir að for­mað­ur sam­bands­ins þurf­i að vera tals­mað­ur alls fé­lags­fólks.

„Ég mun leggj­a mig fram um að gæta hags­mun­a leik­skól­ans, grunn­skól­ans, fram­halds­skól­ans og tón­list­ar­skól­ans. Þá tel ég mik­inn mann­auð fel­ast í kenn­ur­um á eft­ir­laun­um í fag­leg­u og fé­lags­leg­u ljós­i. Þann auð vil ég taka þátt í að virkj­a. Eins þarf að hald­a á­fram að auka tengsl við kenn­ar­a­nem­a því rödd þeirr­a er sterk er kem­ur að mót­un mennt­a­kerf­is til fram­tíð­ar,“ seg­ir Anna Mar­í­a.

For­manns­kosn­ing­ar Kenn­ar­a­sam­bands­ins fara fram í byrj­un nóv­emb­er og for­manns­skipt­i verð­a á þing­i sam­bands­ins í apr­íl á næst­a ári. Áður hef­ur Hann­a Björg Vil­hjálms­dótt­ir til­kynnt um fram­boð til formanns sam­bands­ins.