Þor­grím­ur Sig­munds­son, var­a­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæm­i, sæk­ist eft­ir 2. sæti á list­a flokks­ins fyr­ir kom­and­i kosn­ing­ar. Þett­a herm­a heim­ild­ir Frétt­a­blaðs­ins. Flokk­ur­inn fékk tvo menn kjörn­a í kjör­dæm­in­u í síð­ust­u kosn­ing­um, for­mann flokks­ins Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son og Önnu Kol­brún­u Árna­dótt­ir.

Heim­ild­ir blaðs­ins herm­a að hún hygg­ist gefa á­fram kost á sér og stefnir því í bar­átt­u um 2. sæt­ið mill­i henn­ar og Þor­gríms.

Stillt verð­ur á list­a flokks­ins í öll­um kjör­dæm­um en eng­inn þing­mað­ur flokks­ins hef­ur gef­ið til kynn­a að hann hygg­ist hætt­a.

Una Mar­í­a Óskars­dótt­ir sæk­ist eft­ir odd­vit­a­sæt­i í Krag­an­um og skor­ar með því Gunn­ar Brag­a Sveins­son á hólm.

Frétt­a­blað­ið hef­ur áður fjall­að um leit Mið­flokks­ins að kon­um til fram­boðs og hef­ur Nann­a Margr­ét Gunn­laugs­dótt­ir, syst­ir formannsins, ver­ið nefnd. Heim­ild­ir blaðs­ins herm­a þó að hún hafi gef­ið af­svar. Didd­a Hólm­gríms­dótt­ir hef­ur ver­ið nefnd til fram­boðs í Suð­ur­kjör­dæm­i. Þar stefnir í slag mill­i þing­mann­ann­a Birg­is Þór­ar­ins­son­ar og Karls Gaut­a Hjalt­a­son­ar.