Anna Hildur Guð­munds­dóttir for­maður SÁÁ og Þráinn Farest­veit vara­for­maður hafa til­kynnt að þau vilji halda á­fram í stjórn fé­lagsins. Þau voru kosin í febrúar til að leiða sam­tökin eftir að Einar Her­manns­son sagði af sér sem for­maður eftir að greint var frá því í fjöl­miðlum að hann hefði keypt kyn­líf af konu sem leiddist út í vændi til að fjár­magna vímu­efna­neyslu sína.

Í til­kynningu frá SÁÁ kemur fram að á næsta aðal­fundi fé­lagsins verði kosið um endur­nýjun 16 af 48 full­trúum í stjórn sam­takanna. Aðal­stjórn kýs síðan for­mann, vara­for­mann og full­trúa í fram­kvæmda­stjórn.

„Mikil ein­drægni hefur verið í fram­kvæmda­stjórn sam­takanna um starf­semina og þær hug­myndir um verk­efni sem ráðast þarf í til að mæta nýjum og breyttum á­herslum. Ég hef ein­lægan á­huga á að fylgja þessum verk­efnum eftir og gef því kost á mér til á­fram­haldandi setu sem for­maður SÁÁ,“ sagði Anna Hildur í tölvu­pósti sem sendur var á fé­laga SÁÁ í morgun.

Engar sumarlokanir á Vík

Þar kom einnig fram að engar sumar­lokanir verða í Von eða á Vík og að unnið sé að mála­lyktum vegna at­huga­semda Sjúkra­trygginga við SÁÁ.

„Deilan snýst ekki um peninga, heldur túlkun samninga og út­færslur með­ferðar­starfsins í heims­far­aldrinum. Við höfum átt í við­ræðum við Sjúkra­tryggingar um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði. Þetta er flókið mál og ekki út­séð hve­nær klárast. En það liggur fyrir að þessi á­greiningur hefur ekki á­hrif á það traust sem SÁÁ nýtur hjá stjórn­völdum,“ segir í póstinum.