Anna Hildur Guðmundsdóttir var í kvöld endurkjörin formaður SÁÁ. Það gerðist á fyrsta fundi aðalstjórnar SÁÁ í kjölfar aðalfunds samtakanna sem fór fram þann 21. júní.

Þráinn Farestveit endurkjörin sem varaformaður samtakanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÁÁ. Þar segir að framkvæmdastjórnin hafi verið endurkjörin óbreytt, fyrir utan það að Óskar Torfi Viggósson var kosinn í hana í stað Sigurbjargar A. Þór Björnsdóttur.

Fram kemur að alls 386 félagar SÁÁ hafi mætt á aðalfundinn.