Angjelin Sterka­j fíflaðist heima hjá sér með byssu og urðu nágrannar skelkaðir vegna þessa. Þessu lýsti rúmenska parið Marius og Mi­haila á þriðja degi aðal­með­ferðar í Rauða­gerðis­máli.

Parið bjó við hlið Angjelin í Brauta­holti 4 þegar morðið á Armando Beqirai í febrúar. Parið gaf skýrslu sím­leiðis og lýstu þau því að Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho, sem á­kærð er fyrir sam­verknað með Angjelin, á­samt þeim Shpetim Qerimi og Murat Si­l­evrada, hafi verið brúna­þung á þeim tíma sem hún lýsti því yfir að hafa ekkert vitað um morðið.

Ekki á­kjósan­legasti mátinn til skýrslu­töku

Parið á­varpaði dómara í gegnum síma. Mi­haila sagðist hafa verið hrædd heima hjá sér dagana fyrir morðið þar sem Angjelin væri alltaf með byssuna. Hún lýsti því að hún hefði farið norður í land með Mariusi eftir að Angjelin og Claudia báðu hann um að koma með bíl til þeirra með fötum til skiptana.

„Ég tók eftir honum með byssu heima hjá sér með fíflagang og ég var hrædd,“ sagði Mihaila. Hún svaraði því játandi að þetta væri Angjelin sem hún væri að lýsa.

Áður hefur komið fram að Angjelin og Claudia hafi farið norður eftir að morðið á Armando var framið. Lýsti Mi­haila því að hún hafi verið á­hyggju­full, hún hafi áður verið hrædd við Angjelin og þá hafi fas Claudiu og Angjelin borið með sér að eitthvað væri á seyði. Andrúmsloftið hafi verið þungt og skrítið.

Fyrst var hringt í Marius og rétti hann svo Mi­hailu, sem hann býr með, tólið. Ekki var hægt að ganga úr skugga um að Mi­haila hafi ekki staðið við hliðina á honum allan tímann á meðan vitnis­burði stóð og lýstu verj­endur hinna fjögurra á­kærðu yfir ei­lítilli van­þóknun á því hvernig staðið var að skýrslu­tökunni. Undir tók Guð­jón Marteins­son dómari.

Í sínum vitnis­burði lýsti Marius því að hann hefði komið til Ís­lands til að vinna, en ekki til að vera með vesen. Angjelin bauð honum að leigja íbúð í Brautar­holti á á­gætis verði gegn því að hann gerði sér greiða af og til. Að fara norður í land hafi verið einn slíkra greiða. Lýstu þau því að þau Angjelin og Claudia hefðu verið stressuð þegar þau ræddu við þau um norðuferðina og hefðu verið að fylgjast með fréttum.