Angela Merkel, Þýska­lands­kanslari, verður sér­stakur gestur fundar for­sætis­ráð­herra Norður­landanna sem fram fer í Reykja­vík næst­komandi þriðju­dag, en þetta kemur fram í til­kynningu frá Stjórnarráðinu.

Þar kemur fram að Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, muni eiga nokkra tví­hliða fundi með öðrum leið­togum á fundinum, þar á meðal Angelu Merkel. Þá mun hún einnig hitta Antti rinne, for­sætis­ráð­herra Finn­lands sem og Stefan Löfven, for­sæis­ráð­herra Sví­þjóðar.

Katrín tekur á móti Angelu á Þing­völlum og fer blaða­manna­fundur að fundi loknum fram í sumar­bú­stað for­sætis­ráð­herra.