Andris Kal­vans sem leitað hefur verið að síðan í lok desember 2019 er fundinn látinn. Við leit í dag naut lög­reglan á Vestur­landi að­stoðar björgunar­sveita og þyrlu land­helgis­gæslunnar og fannst Andris í Haf­fjarðar­dal á því svæði þar sem hann hafði verið á göngu sinni.

Undan­farnar vikur hafa að­gerðar­stjórn­endur frá björgunar­sveitum á Vestur­landi á­samt lög­reglu skipu­lagt leitina. Að­stæður voru með besta móti og lauk leit um há­degi í dag.

Andris Kalvins hefur verið leitað síðan í lok síðasta árs.
Mynd/Aðsend

Rannsókn stendur enn yfir

Andris var fæddur árið 1962 og var bú­­settur í Reykja­­vík. Hann var vanur fjall­­göngu­­maður en hans hefur verið leitað síðan 30. desember síðast­liðinn þegar bíll hans og búnaður fannst við Hey­dal á Snæ­fells­nesi.

Rann­sókn lög­reglunnar á Vestur­landi stendur yfir en ekkert bendir til þess að eitt­hvað sak­næmt hafi átt sér stað.

Leit fór fram í Heydal í dag.