Elísabet Bretadrottning hefur gefið syni sínum, Andrew Bretaprins, leyfi til að draga sig úr öllum konunglegum skyldustörfum til frambúðar.

Andrew ræddi sam­band sitt við Jef­frey Ep­stein í ítar­legu við­tali við breska ríkissjónvarpið BBC síðustu helgi þar sem hann neitaði á­sökunum um að hafa mis­notað Virginiu Guiffre, sem var ein af brotaþolum Ep­steins.

Prinsinn sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að tengsl hans við Epstein hafi haft neikvæð áhrif á störf hans á vegum konungsfjölskyldunnar. Þrír ástr­alsk­ir há­skól­ar hafa nú þegar slitið tengsl sín við góðgerðarsam­tök sem prinsinn stofnaði.

Milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein var handtekinn síðastliðinn júlí vegna gruns um mansal, misnotkun á börnum og vörslu á barnaklámi. Hann fannst látinn í fangaklefa sínum í ágúst.

Grunur er um að Ep­stein hafi veitt valda­miklum vinum sínum að­gang að stelpum sem hann hélt í nauðgunar­á­nauð.

Virginia steig fram í septem­ber og greindi frá því að henni hafi verið gert að sofa hjá Andrew sem var þá vinur Ep­steins. Atvikið á að hafa gerst þann 10. mars árið 2001 og segist Andrew hafa verið með fjölskyldu sinni þann dag á pizzastaðnum Pizza Express í Woking.