Bandaríkin Andrés prins hafnar því að vera náinn vinur Ghislaine Maxwell og fer fram á að einkamáli Virginiu Giuffre á hendur sér í New York verði vísað frá.

Giuffre segir að prinsinn hafi beitt hana kynferðisofbeldi á heimilum í eigu Maxwells og barnaníðingsins Jeffreys Epstein þegar hún var sautján ára gömul.

Í svari frá lögmönnum Andrésar er því hvorki neitað né staðfest að myndir séu til af Andrési með Maxwell og Giuffre, þá sé Giuffre ástralskur ríkisborgari og því sé enginn lagagrundvöllur fyrir málinu í New York. Þá fer Andrés fram á að kviðdómur skeri úr um málið.