Andrés Breta­prins og her­­­toginn af York hefur verið sviptur titlum sínum og her­ti­gn sinni af bresku konungs­fjöl­­­skyldunni, með sam­þykki móður sinnar Elísa­betar drottningar. Hann mun á­­­fram ekki taka þátt í við­burðum á vegum fjöl­­­skyldunnar og ver sig í mál­­­sókn á hendur sér sem al­­­mennur borgari.

Frá þessu er greint í til­­­­­kynningu frá bresku konungs­fjöl­­­skyldunni á Insta­gram.

Al­­ríkis­­dómari í New York úr­­­skurðaði í gær að mál­­sókn Virginia Giuf­fre á hendur Andrési Breta­prins vegna kyn­­ferðis­brots haldi á­­fram eftir að lög­­menn fóru fram á frá­vísun þess. Giuf­fre, sem nú er 38 ára gömul, höfðaði málið á hendur prinsinum fyrir al­­ríkis­­dóms­tól á Man­hattan í ágúst.

Hún heldur því fram að hún hafi verið neydd til kyn­maka við Andrés er hún var á ung­lings­aldri af Ghislaine Maxwell og banda­ríska auð­jöfurnum og barna­níðingnum Jeffrey Epstein. Maxwell var dæmd í fangelsi fyrir skömmu fyrir aðild að brotum Ep­­stein.

Andrés sagði í við­tali við BBC aldrei hafa hitt Giuf­fre. „Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni hitt þessa konu, alls ekki. Það gerðist bara aldrei,“ sagði prinsinn þá. Mynd er til af þeim saman frá 10. mars 2001 sem tekin var á heimili Maxwell.

Andrés prins, Virginia Giuf­fre og Ghisla­ine Maxwell árið 2001.
Mynd/Bandaríska dómsmálaráðuneytið