Innlent

„Skítadreifarinn“ Andrés fær óblíðar móttökur

Andrés Magnús­­son er mættur í kosninga­bar­áttu Sjálf­­stæðis­­flokksins. Hann fær heldur ó­­blíðar mót­tökur frá Gunnari Smára Egils­­syni og Láru Hönnu Einars­dóttur sem varar við því að einn af „skíta­dreifurum Sjálf­­stæðis­­flokksins“ sé á leiðinni.

Samfélagsrýnarnir Lára Hanna og Gunnar Smári taka heldur kuldalega á móti blaðamanninum Andrési Magnússyni.

Andrés Magnússon, blaðamaður og fjölmiðlarýnir, er kominn til landsins frá Englandi enda lykilmaður í kosningabaráttum Sjálfstæðisflokksins. Nokkur styr var um Andrés í kringum þingkosningarnar í fyrra og hann vændur um að standa að baki nafnlausum árásum um Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri græna á netinu.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, og samstarfsmaður Andrésar í blaðaútgáfu á árum áður, telur heimkomu Andrésar boða fátt gott og spyr á Facebook:

„Merkir þetta að kosningabarátta Íhaldsins í Reykjavík verður eins sóðaleg í borginni og hún hefur verið undanfarnar Alþingiskosningar? Skatta-Kata, Smári McCarthy vopnaður í Afganistan o.s.frv.“

Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi deilir vangaveltum Gunnars Smára með upphrópun: „VARÚÐ! Einn af skítadreifurum Sjálfstæðisflokksins á leið til landsins. Setjið upp grímur, gleraugu og ræsið gagnrýna hugsun.“

Andrés hefur áður hafnað því alfarið að hann hafi verið á bak við nafnlausar Facebook-síður og YouTube-myndbönd þar sem vegið var, að margra mati heldur ómaklega, að Katrínu, Smára McCarthy og fleirum.

Gunnar Smári vindur sér síðan í greiningu á aðferðafræði Sjálfstæðisflokksins: „Eftir því sem minna má ræða stefnu Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninga (enginn vill kjósa blinda hagsmunagæslu fyrir hina ríku) því meir leggur flokkurinn upp úr því að gera kosningabaráttu svo ógeðfellda að fólk gefist upp á pólitík og kjósi helst ekki,“ skrifar Gunnar Smári og beinir spjótum sínum að Andrési.

„Andrés hefur verið lykilmaður í æ neikvæðari kosningabaráttu Íhaldsins undanfarin ár. Hann hefur verið kallaður heim, meðal annars vegna þess að Eyþór Laxdal Arnalds nær ekki út fyrir þrengstu raðir sjálfstæðisfólks. Og ef ekki er hægt að tæla fólk til að kjósa xD má kannski fæla það frá að kjósa aðra flokka.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Innlent

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Auglýsing

Nýjast

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Auglýsing