Karlmaður á áttræðisaldri lést á Landspítalnum í gær eftir baráttu við Covid-19.

Fram kemur á vef vísi.is að maðurinn væri búinn að liggja þungt haldinn á gjörgæslu um tíma.

Þetta er þriðja andlátið í svokallaðari fjórðu bylgju faraldursins og hafa nú 33 einstaklingar látist vegna veirunnar hér á landi.