Lög­reglan á Suður­nesjum hefur til rann­sóknar and­lát sem varð í heima­húsi þar sem kona á sex­tugs­aldri lést. Í til­kynningu sem lög­regla sendi frá sér vegna málsins kemur fram að and­látið sé rann­sakað sem saka­mál.

Karl­maður á sex­tugs­aldri hefur verið úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 8. apríl næst­komandi. Að sögn lög­reglu er unnið að rann­sókn málsins og er ekki unnt að veita frekari upp­lýsingar að svo stöddu.