Maður lét lífið síðastliðinn föstudag á sveitabýli í Ásahreppi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

„Verið var að vinna við dráttarvél og klemmdist þar maður sem lést af sárum sínum. Ekki er unnt að greina frekar frá tildrögum slyssins að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.