Lögreglan rannsakar nú andlát sem var í Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Þetta kemur fram á vef Vísis.

Gestur hjá Sky Lagoon lést en einhverjir gestir lónsins urðu vitni að aðgerðum lögreglu- og sjúkraflutningamanna á staðnum í kjölfarið.

Yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti rannsóknina í samtali við Vísi. Þá sé verið að ræða við vitni og fara yfir önnur gögn.

Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag.