Lyfja­stofnun hefur borist til­kynning um and­lát í kjöl­far bólu­­setn­ing­ar með bólu­efni AstraZene­ca. Þetta er fyrsta til­kynning um and­lát vegna bólu­efnisins en á­líka til­kynningar hafa borist í kjöl­far bólu­setningar með bólu­efni Pfizer.

Alls hafa fimm­tán and­lát verið til­kynnt í kjöl­far bólu­­setn­ing­ar en or­saka­sam­hengi milli bólu­efnisins og and­láta hefur ekki verið sannað í neinu til­vikanna.

Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­­stjóri Lyfja­­stofn­un­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að stofnunin skoði nú hvort ein­hver tengsl séu milli and­látsins og bólu­efnisins. Allar til­kynningar um al­var­legar auka­verkanir eru skoðaðar sér­stak­lega af stofnuninni.

Lyfja­­stofn­un hefur alls borist 634 til­­kynn­ing­ar vegna mögu­­legra auka­­­verk­ana í kjöl­far bólu­­setn­ing­ar gegn Co­vid-19 veirunni. Flestar hafa borist vegna bólu­efni AstraZene­ca, alls 257 talsins og næst flestar vegna Pfizer eða 220 talsins.