Gunn­hildur Óskars­dóttir, stofnandi og for­maður styrktar­fé­lagsins Göngum saman lést í morgun. Hún glímdi við brjósta­krabba­mein í fjölda ára, en hún greindist að­eins 38 ára. Göngum saman greindu frá and­látinu á Face­book-síðu sinni.

Gunn­hildur stofnaði Göngum saman árið 2007 á­samt vin­konum sínum, en sam­tökin hafa safnað um 120 milljónum til styrktar ís­lenskrar grunn­rann­sóknar á brjósta­krabba­meini.

Á Face­book-síðu Göngum saman segir að margar konur hafi leitað til Gunn­hildar og var hún á­vallt reiðu­búin að hlusta og gefa af sér.

„Við kveðjum Gunn­hildi með sorg í hjarta og þökkum henni vel unnin störf fyrir Göngum saman. Blessuð sé minning hennar.“