Gunnhildur Óskarsdóttir, stofnandi og formaður styrktarfélagsins Göngum saman lést í morgun. Hún glímdi við brjóstakrabbamein í fjölda ára, en hún greindist aðeins 38 ára. Göngum saman greindu frá andlátinu á Facebook-síðu sinni.
Gunnhildur stofnaði Göngum saman árið 2007 ásamt vinkonum sínum, en samtökin hafa safnað um 120 milljónum til styrktar íslenskrar grunnrannsóknar á brjóstakrabbameini.
Á Facebook-síðu Göngum saman segir að margar konur hafi leitað til Gunnhildar og var hún ávallt reiðubúin að hlusta og gefa af sér.
„Við kveðjum Gunnhildi með sorg í hjarta og þökkum henni vel unnin störf fyrir Göngum saman. Blessuð sé minning hennar.“