Fleiri Reyk­víkingar eru á­nægðir með störf Dags B. Eggerts­sonar borgar­stjóra en ó­á­nægðir, eða 40,5% á­nægð en þriðjungur ó­á­nægður. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Í­búar annarra sveitar­fé­laga eru ó­á­nægðari með störf borgar­stjóra Reykja­víkur því innan við fjórðungur er á­nægður með störf hans en næstum tveir af hverjum fimm ó­á­nægðir.

Á­nægja með störf Dags er mis­jöfn eftir hverfum þannig er hún mun meiri vestan Elliða­ár en austan. Í­búar í Grafar­vogi, Grafar­holti og Úlfarsárs­dal eru ó­á­nægðastir með störf Dags, eða einungis rösk­lega 22%. Þá eru Reyk­víkinga með há­skóla­próf á­nægðari með störf Dags en þeir sem eru með minni menntun.

Séu við­horf allra lands­manna rýnd kemur í ljós að konur eru á­nægðari með störf Dags en karlar, yngra fólk er á­nægðara en þeir sem eldri eru o g þeir sem eru með há­skóla­próf eru á­nægðari en þeir sem minni menntun haf

Svar­endur könnunar voru 868 talsins, koma úr Þjóð­gátt Maskínu, sem er þjóð­hópur fólks (e. panel) sem er dreginn með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á netinu. Svar­endur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með til­liti til kyns, aldurs og bú­setu sam­kvæmt Þjóð­skrá o g endur­spegla því þjóðina prýði­lega. Könnunin fór fram dagana 15. til 25 febrúar 2021.

Heimild:Maskína