Arn­­dís Ósk Ólafs­dóttir Arnalds for­­stöðu­­maður vatns og frá­veitu hjá Veitum er á­­nægð með við­bragðs­­tíma fyrir­­­tækisins vegna gríðar­­legs vatns­­­leka sem varð í nokkrum byggingum Há­­skóla Ís­lands í nótt. Um 75 mínútur tók að stöðva lekann og segir hún á­stæðuna vera að um leka í stof­næð var að ræða. Á­­stæða vatns­­­lekans hafi verið vegna lagnar sem verið var er að endur­­nýja.

Varðandi næstu skref segir Arn­dís Ósk að mikil­vægast sé að búið er að loka fyrir lekann og rann­sókn hafin á til­drögum hans. Hún segir vinnu hafna við form­lega rótar­or­sakar­greiningu á lekanum og fara í saumana á því hvað gerðist.

Virkt eftir­lit sé með fram­kvæmdum sem þessum enunnið er að endur­nýjun frá­veitu, vatns­veitu, heits vatns og raf­magns í Suður­götu. Vatns­lekinn stóð yfir í 75 mínútur og segir Arn­dís Ósk að klukkan sjö mínútur í eitt í nótt hafi orðið vart við þrýsti­fall í vatns­kerfinu hjá stjórn­stöð Veitna.

Liðið hafi um korter frá því rekstrar­stjóri hjá Veitum varð var við lekann og lög­reglan hafði sam­band við fyrir­tækið. Þá hafi starfs­fólk Veitna búið að finna stað­setningu lekans og skrúfa fyrir.

Við­bragðs­tíminn, ég var í raun og veru bara mjög á­nægð.

„Við förum strax að leita að or­sök. Það er búið að loka átta mínútur yfir tvö. Þetta er stof­næð og stór að­gerð að loka fyrir bút til þess að slökkva á vatns­streyminu,“ segir Arn­dís Ósk. „Við­bragðs­tíminn, ég var í raun og veru bara mjög á­nægð með hann,“ bætir hún við.

Veitur eru með á­byrgðar­tryggingu á tjóni sem fyrir­tækið ber á­byrgð á og fram undan sé vinna í sam­starfi við tryggingar­fé­lag fyrir­tækisins við að meta það.