Jens Stoltenberg var ánægður með að vera eini karlmaðurinn í herberginu á fundi sínum með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands og sendinefnd sinni að því er kemur fram á twitter reikningi hans. Hann segir í tísti; „Öryggis- og varnarmálum hefur löngum verið stjórnað af karlmönnum. Við eigum langa leið fyrir höndum en ég var ánægður með að vera eini karlmaðurinn í herberginu þegar NATO sendinefndin fundaði með forsætisráðherra Íslands."

Einnig segir hann Ísland alltaf hafa spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk í öryggi og vörnum NATO og að Ísland sé hernaðarlega mikilvæg brú milli Bandamanna í Norður-Atantshafi.Honnum þyki frábært að vera kominn aftur til Reykjavíkur til að hitta Katrínu Jakobsdóttur.