Bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið tilkynntu í gær að það yrði ekkert slegið af í sýningum um helgina en gerð verði krafa um að leikhúsgestir sem eru fæddir 2015 eða fyrr sýni fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi.
Leikhúsþyrstir Íslendingar geta því komist á sýningar helgarinnar, þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti.
„Fyrst og fremst erum við ánægð að geta haldið áfram að bjóða upp á fjölbreytilega menningarviðburði í landinu. Það er mjög mikilvægt að þjóðin geti sótt andlega næringu á þessum tímum,“ segir Magnús Þórðarson þjóðleikhússtjóri aðspurður út í áform leikhúsanna.
„Síðustu tuttugu mánuðir hafa kallað á að geta tekist að aðlagast aðstæðum hverju sinni til að halda starfi okkar áfram.“