Innlent

Á­lyktuðu sam­hljóða gegn hernaðar­æfingum

Ung­liða­hreyfing Vinstri grænna flutti nær allar til­lögur á flokks­ráðs­fundi VG sem fram fór um helgina. Á­lyktaði fundurinn m.a. að hætta við hernaðar­æfingar og að ganga úr NATÓ.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.

Flokksráð Vinstri grænna ályktaði í dag gegn þátttöku Íslands í hernaðaræfingum með Atlantshafsbandalaginu (NATÓ). Ályktunin var flutt af ungliðahreyfingu flokksins og var hún samþykkt samhljóða.

Þá skoraði fundurinn á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formann þjóðaröryggisráðs Íslands, að beita sér fyrir endurskoðun á þjóðaröryggisstefnu Íslands með „friðarmál í forgrunni“. „Þrátt fyrir andstöðu flokksráðsfundar við aðild Íslands að NATÓ má gleðjast yfir því að Katrín Jakobsdóttir hafi nýtt veru sína á ríkisoddvitafundi NATÓ í júlí síðastliðnum til þess að ræða friðsamlegar lausnir, afvopnunarmál, loftslags- og jafnréttismál,“ segir í ályktuninni.

Nánast allar tillögurnar sem bárust inn á fundinn voru frá Ungum vinstri grænum (UVG), að undanskyldri ályktun um félagslegt undirboð. Aðrar ályktanir sem samþykktar voru fjölluðu um andstöðu við hvalveiðar, breyttu neyslumynstri í þágu náttúru og mannréttinda og kjarasamninga í þágu láglauna- og kvennastétta, svo eitthvað sé nefnt.

Frá fundinum í dag. Mynd/ Facebooksíða VG

Einhverjum tillögum var vísað til stjórnar eða þingflokks til frekari meðferðar, en ályktanir flokksráðsfundarins má lesa í heild sinni á heimasíðu flokksins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Innlent

Loka við Skóga­foss

Innlent

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Auglýsing

Nýjast

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Heppi­legra að hækka launin oftar og minna í einu

Sigurður Ragnar í fjögurra og hálfs árs fangelsi

„Opin­berar sturlað við­horf við­semj­enda okkar“

Auglýsing