Rio Tin­to í­hugar nú þann mögu­leika að loka ál­verinu í Straums­vík í tvö ár til að draga úr veru­legu tapi fyrir­tækisins. Vonast er til þess að al­þjóð­leg­ir ál­markaðir muni ná að jafna sig á tíma­bilinu. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Ál­verið hefur verið rekið með tapi síðast­liðin átta ár en í fyrra skilaði reksturinn sér í 13 milljarða króna tapi. Vegna tap­­reksturs hefur fram­­leiðsla ál­vers­ins í Straums­­vík þegar verið minnkuð í 85 pró­­sent af af­kasta­­getu ál­vers­ins.

Mála­ferli gegn Lands­virkjun

Rio Tin­to seg­ist nú leita allra leiða til að gera ál­verið arð­bært og sam­­keppn­is­hæft á al­þjóða­­mörk­uð­um. Þá sé grund­vallar­for­senda rekstursins að raf­­orku­­kaupa­­samn­ing­ur við Lands­­virkj­un frá árinu 2010 verði end­ur­­skoðaður.

Um 500 manns starfa að stað­aldri í ál­verinu í Straums­vík og er fram­­leng­ing nýs kjara­­samn­ings við starfs­fólkið bundin þeim skil­yrðum að nýr samningur taki gildi við Lands­virkjun.

Sam­kvæmt heimildum Morgun­blaðsins undir­búa lög­fræðingar Rio Tin­to nú einnig mála­ferli gegn Lands­virkjun til að leysa fyrir­tækið undan kaup­skyldu á raf­magni.