Al­var­legt vinnu­slys varð á áttunda tímanum í morgun þegar maður klemmdist á milli bíl­hræs og vinnu­vélar, þegar hann var að störfum hjá málm­endur­vinnslu­fyrir­tækinu Furu. Ekkert er vitað um líðan mannsins en að sögn Sæ­vars Guð­munds­sonar, aðal­varð­stjóra, er enn unnið að því að leysa manninn.

Mikill viðbúnaður lögreglu á vettvangi

Mikill við­búnaður lög­reglu er á staðnum en að minnsta kosti þrír sjúkra­bílar, lög­reglu­bíll og tækja­bíll frá slökkvi­liði Reykja­víkur eru á vett­vangi. Að sögn Sæ­vars er mikil­vægt að hafa slíkan mann­afla ef flytja þarf manninn með for­gangi upp á sjúkra­hús. Hann býst við að koma þurfi manninum hratt og örugg­lega undir læknis­hendur en getur lítið tjáð sig um málið að svo stöddu.