Al­var­legt um­ferðar­slys varð á Akur­eyri á ellefta tímanum í morgun þegar ekið var á gangandi veg­faranda við Strand­götu, skammt frá Bif­reiða­stöð Odd­eyrar.

Í til­kynningu sem Lög­reglan á Norður­landi eystra birti á Face­book-síðu sinni kemur fram að meiðsli við­komandi séu talin al­var­leg.

„Hinn slasaði var fluttur með sjúkra­bif­reið á slysa­deild Sjúkra­hússins á Akur­eyri en ekki er hægt að veita frekari upp­lýsingar um líðan eða meiðsli hins slasaða. Rann­sókn á til­drögum slyssins er í höndum rann­sóknar­deildar Lög­reglu­stjórans á Norður­landi eystra og er vinna rann­sóknar­deildarinnar á vett­vangi langt komin.“

Í til­kynningunni kemur fram að rann­sókn á til­drögum slyssins sé á frum­stigi og því ekki hægt að veita frekari upp­lýsingar um þau að svo stöddu.