Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokað Grettisgötu á milli Barónsstígs og Vitastígs vegna alvarlegs slyss.

Búið er að loka á alla umferð, bæði gangandi vegfarendur og akandi umferð.

Aðal­steinn Guð­munds­son, varð­stjóri í um­ferða­deild lög­reglunnar sagði að um al­var­legt um­ferðar­slys væri að ræða og einn hafi verið fluttur í burtu með sjúkra­bíl.

„Það var al­var­legt slys þar sem að ekið var á veg­far­enda á hlaupa­hjóli,“ segir Aðal­steinn.

Aðal­steinn gat ekki tjáð sig um líðan þess sem var ekið á að svo stöddu.

Mynd/aðsend
Mynd/aðsend

Fréttin hefur verið uppfærð.