Klifurgrind sem var framleidd of seld af Sigurði Valgeirssyni uppfyllir ekki lágmarksskröfur um öryggi samkvæmt íslenskum og ESB stölum.

Neytendastofa fékk afhenda barnaklifurgrind frá framleiðandanum Sigurði Valgeirssyni og sendi til prófunarstofu á Spáni í tilefni af átaksverkefni evrópskra stjórnvalda á sviði vöruöryggis.

Eftir að mat á öryggi klifurgrindarinnar til heimilisnota kom í ljós hætta var á alvarlegum slysum þar sem að varan stóðst ekki prófanir hvað varðar mikilvæga öryggishætta.

Samkvæmt prófunarskýrslu prófunarstofunnar uppfyllir klifurgrindin ekki lágmarkskröfur sem gerðar eru til leikfangsins þar sem að „op milli rimla er of mikið sem og að hætta er að á klifurgrindin geti oltið.“

Eins er niðurstaða áhættumatsins að klifurgrindin feli í sér alvarlega áhættu þar sem hætta er á að barn geti fest höfuð og/eða háls á milli rimla.

Hafði ekki upplýsingar um kaupendur

Í símtali þann 3. desember 2020 óskaði Neytendastofa eftir athugasemdum vegna málsins. Kom þar fram að mögulega þyrfti að afturkalla vöruna vegna þeirrar hættu sem af henni gæti stafað. Framleiðandi tjáði Neytendastofu að hann hefði ekki upplýsingar um þá aðila sem hafi keypt vöruna af honum.

Neytendastofa úrskurðaði að bannað væri að selja og afhenda klifurgrindina sem um ræðir. Framleiðanda var að gert að afturkalla vöruna og endurgreiða kaupendum.

Ekki kemur fram hvort búið sé að finna alla kaupendur.