Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsnesi á öðrum tímanum í dag. Tvær þyrlu Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út og eru þær lentar á staðnum. Fjórir voru fluttir með þyrlunum á Landspítalann. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Fréttablaðið.

Einn bíll fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá. Fimm manns voru í bílnum og voru fjórir þeirra fluttir slasaðir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann en einn var fluttur í bæinn með sjúkrabílum.

Þrír bráðatæknar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru með þyrlunum. TF-EIR kom fyrst á slysstað rétt fyrir klukkan tvö.

Uppfært: Í fréttinni stóð upprunalega að þrír hefðu verið fluttir með þyrlu. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar hefur nú staðfest að þeir voru fjórir sem fluttir voru með þyrlunum.