Bridgesambandið hefur ákveðið að aflýsa Bridgehátíð, stærsta viðburði bridgelífsins á Íslandi ár hvert, í Hörpu dagana 27-30. janúar.

Þetta er í annað skipti sem aflýsa þarf hátíðinni vegna Covid.

Útlit var fyrir góða mætingu. Um 70 erlendir spilarar höfðu boðað komu sína og var von á fjölda innlendra bridgespilara.

Í staðinn verður boðið upp á Covid Bridgemót sömu daga á netinu. Spilað verður á Real Bridge. Nánari upplýsiingar á bridge.is.