For­svars­menn al­þjóða­heil­brigðis­stofnunarinnar eru ekki til­búnir til þess að lýsa yfir neyðar­á­standi á al­þjóða­vísu vegna hins svo­kallaða kóróna­vírusar sem nú hefur dregið á­tján manns til dauða í Kína. Reu­ters greinir frá en þar er vitnað í hinn hátt setta Didi­er Houssin hjá stofnuninni.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur að minnsta kosti fimm kín­verskum borgum verið lokað og kín­versk stjórn­völd beðið fólk þar um að yfir­gefa ekki borgirnar. Vírusinn kom upp í Wu­han borginni og er upp­runa­lega rakinn til sjávar­réttar­markaðar en um er að ræða nýja lungna­bólgu.

Í til­kynningu frá al­þjóða­heil­brigðis­stofnuninni, sem fundaði í tvo daga vegna á­standsins, kemur fram að of snemmt sé að lýsa því yfir að um sé að ræða neyðar­á­stand á hnatt­rænum skala. Að minnsta kosti eitt til­vik hefur greinst í Tæ­landi, Víet­nam, Singa­púr, Japan, Suður-Kóreu, Tævan og Banda­ríkjunum. Þá var kannað í dag hvort fimm manns í Skot­landi væru með vírusinn en öll voru ný­komin frá Wu­han.

„Þó ber að taka af allan vafa um það, að þetta er neyðar­á­stand í Kína,“ segir for­svars­maður ston­funarinnar Tedros Adhanom Ghebreyesus. „Þetta hefur ekki enn orðið að neyðar­á­standi á hnatt­rænan skala. En það gæti enn orðið það.“

Reu­ters hefur eftir Gau­den Galea, full­trúa stofnunarinnar, að þær að­gerðir sem kín­versk yfir­völd hafi gripið til vegna vírussins séu án for­dæma. „Að læsa ellefu milljón manns inni er án for­dæma í heil­brigðis­sögunni.“ Engin lyf eru til við vírusnum en stofnunin heldur á­fram að fylgjast með á­standinu.