Í dag verður haldið upp á Alþjóðablóðgjafadaginn hérlendis sem er 14. júní um allan heim. Að þessu sinni verður Blóðbankinn með fögnuð við Blóðbankann á Snorrabraut og í Blóðbankanum á Glerártorgi á Akureyri.

Grillaðar verða pylsur á Snorrabraut á milli 11:00 - 15:00 og aðrar léttar veitingar verða í boði. Allir blóðgjafar dagsins fá rós frá Grænum markaði.
Allir eru velkomnir og ekki sakar ef gestir vilji gefa blóð, segir í tilkynningu frá Blóðbankanum, en það er ekki skilyrði.

Blóðbankann vantar blóð í öllum blóðflokkum og þá sérstaklega í O-.