Alþingismenn sprungu úr hlátri eftir að Teitur Björns Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi óvart já með breytingartillögu Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um rammaáætlun.

Þingmenn greiddu atkvæði um breytingartillögu Andrésar Inga eftir hádegi í dag. Tillagan fól í sér að Héraðsvötn og Kjalölduveita haldi stöðu í verndarflokki. Allir þingmenn stjórnarflokkanna sögðu nei þar til kom að Teiti sem sagði já áður en hann leiðrétti sjálfan sig.

„Já,“ sagði Teitur og meira að segja forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, rak upp stór augu og hikaði við að staðfesta atkvæðið. „Nei!“ bætti Teitur við og mikil hlátrasköll brustu út í þingsal. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þingfundi í dag.