Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, hefur óskað eftir því við þing­menn og for­seta Al­þingis að Al­þingi komi saman á morgun til þess að gera breytingar á sótt­varna­lögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni um málið.

Í til­kynningunni segir að ríkis­stjórnin hafi ekki farið að til­lögum sótt­varna­læknis um skimun og sótt­kví á landa­mærunum og viðist vafi um laga­heimildir vera á­stæðan fyrir því. Vísað er þar til til­lagna um að tvö­föld skimun verði gerð að skyldu.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur í­trekað kallað eftir því að tvö­föld skimun verði gerð að skyldu við landa­mærin vegna fjölda smita er­lendis frá. Koma þurfi í veg fyrir frekari út­breiðslu og koma í veg fyrir að nýtt af­brigði veirunnar berist til landsins.

Hafa þurfi hraðar hendur

Vel­ferðar­nefnd Al­þingis er nú með til með­ferðar breytingar á sótt­varna­lögum en þar eru á­kvæði sem gera má ráð fyrir að taki tíma að klára. Hafa þurfi því hraðar hendur til að koma til­lögum sótt­varna­læknis í fram­kvæmd.

Helga Vala Helga­dóttir, for­maður vel­ferðar­nefndar, lagði til á fundi vel­ferðar­nefndar í dag laga­breytingar vegna málsins en til­laga hennar var ekki sam­þykkt. Sam­fylkingin mun því standa fyrir fram­lagningu slíks frum­varps.

„Nú þarf Al­þingi að rísa undir á­byrgð og tryggja að hægt sé að fara eftir til­lögum sótt­varnar­læknis sem allra fyrst,“ segir í til­kynningunni.