Samfylkingin og þingmaður utan flokka hafa óskað eftir að þann 18. janúar 2021 fari fram umræða á Alþingi um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Þann 20. janúar eiga efnahags- og viðskiptanefnda og fjárlaganefnd að skila umsögnum sínum um söluna til fjármála- og efnahagsráðherra en gögn með greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra barst nefndinni þann 22. desember eftir að gert hafði verið hlé á þingfundum þar til 18. janúar.

Nauðsynlegt er að umræða í þingsal fari fram fyrir þann tíma en ekki gefst mikill tími fyrir nefndir Alþingis að rýna gögnin. Aðeins er mögulegt að þingið ræði áformin 18. eða 19. janúar ef umræðan á að nást fyrir þann tíma sem nefndirnar hafa til að vinna umsögn.

„Ríkisstjórninni liggur mikið á að selja og spyrja má hvers vegna það sé?“ spyr Oddný G. Harðardóttir þingmaður.

Fjármálaráðuneytið samþykkti þann 21. desember síðastliðinn tillögu Bankasýslu ríkisins um að selja eignarhluti í Íslandsbanka hf. þar sem stefnt verður að skráningu eignarhluta á skipulegan verðbréfamarkað innanlands í kjölfar almenns útboðs.