Al­þingi verður sett á morgun en alls er ó­víst um hve­nær það nær að taka til starfa að fullu, að sögn Willums Þórs Þórs­sonar, starfandi for­seta Al­þingis og þing­flokks­for­manns Fram­sóknar. Willum var gestur í frétta­vaktinni hjá Lindu Blöndal á Hring­braut, þar sem hann sagði meðal annars að mögu­lega gæti Al­þingi sam­þykkt fjár­laga­frum­varp með að­eins 47 starfandi þing­mönnum.

„Nú gerir stjórnar­skráin ráð fyrir því að það sitji 63 þing­menn. Það er tækni­lega mögu­legt að keyra þingið á­fram á 47 þing­mönnum, ef við skiljum þetta kjör­dæmi eftir,“ segir Willum.

„Þá verðum við að velta því fyrir okkur að þá verði mögu­lega hægt að leggja fram fjár­laga­frum­varp og þá er þingið, þessir 47, að fara að fjalla um fjár­laga­frum­varp og skilja heilt kjör­dæmi eftir. Það er líka mjög sér­stakt, það er eitt­hvað sem við verðum að velta fyrir okkur.“

Að sögn Willums eru tvær leiðir að teiknast upp varðandi at­kvæða­greiðsluna í Norð­vestur­kjör­dæmi. Annars vegar að seinni talningin muni gilda og hins vegar að haldin verði upp­kosning.

„Svo er hinn mögu­leikinn ef upp­kosning verður niður­staðan. Þá er auð­vitað hægt að fara fram á þing­frestun og gefa rými til upp­kosningar og klára það mál og stað­festa síðan í kjöl­farið kjör­bréf. Það er auð­vitað alveg mögu­legt að ná því að klára fjár­laga­frum­varp á þessum tíma­ramma fyrir ára­mót,“ segir Willum.

Að­spurður um hvort slíkt væri æski­legt segir hann. „Það verður auð­vitað orðið mjög stutt í annan endann.“

Horfa má á Frétta­vaktina í heild sinni hér að neðan.