Frum­varp um endur­nýjun ferða­gjafarinnar var sam­þykkt á Al­þingi í dag. 57 þing­menn greiddu at­kvæði með frum­varpinu en 6 þing­menn voru fjar­verandi við at­kvæða­greiðsluna.

Um verður að ræða sama fyrir­komu­lag og í fyrra og munu ein­staklingar geta sótt and­virði 5000 króna og notað þær til að greiða fyrir ýmsa þjónustu víðs vegar um landið. Hægt verður að nota ferða­gjöfina frá 1. júní 2021 til 31. ágúst 2021.

Ferða­gjöf ársins 2020 var fram­lengd til og með maí 2021 en hún mun falla niður 1. júní næst­komandi, svo ekki verður hægt að nýta sér eldri ferða­gjafir eftir þann tíma.