Leyfi sem út­hlutuð voru til olíu­borunar í Mexí­k­of­lóa hafa verið aftur­kölluð. Dómari al­ríkis­dóms­tóls Banda­ríkjanna telur ekki hafa verið tekið nægi­legt mið af lofts­lags­breytingum við út­hlutunina, sam­kvæmt frétt New York Times.

Dómarinn sagði að innan­ríkis­ráðu­neyti Banda­ríkjanna þurfi að gera nýja út­tekt á á­hrifum olíu­borunar á lofts­lag heimsins áður en út­hlutun á sér stað. Leyfin taka til átta­tíu milljón ekrur af Mexíkó­flóa.

Ríkis­stjórn Joe Biden for­seta Banda­ríkjanna var með upp­boð á leyfunum í fyrra. Um­hverfis­sinnar gagn­rýndu á­kvörðun Biden um að halda upp­boðið harð­lega en hann hafði lofað því að draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis í landinu. Upp­boðið var það stærsta í sögu Banda­ríkjanna.

Innan­ríkis­ráðu­neytið þarf nú að gera nýja um­hverfis­rýni þar sem tekið er til­lit til nýjustu upp­lýsinga um losun gróður­húsa­tegunda sem myndi fylgja boruninni. Þegar sú vinna er kláruð þarf ráðu­neytið að taka á­kvörðun um hvort nýtt upp­boð verði haldið.

Veiðimenn í forgrunni horfa á olíuborpall í Mexíkóflóa í bakgrunni.
Fréttablaðið/EPA

Upp­boðið var kært til al­ríkis­dóms­tóls af nokkrum lofts­lags­hópum, meðal annars hóps sem heitir Eart­hju­stice. Lög­fræðingur hjá hópnum, Brettny Hardy, segir niður­stöðuna vera gríðar­stóra.

Að sögn Hardy gætu leyfin tryggt að olíu­borun verði á­fram á svæðinu til tugi ára, með til­heyrandi um­hverfis­á­hrifum.

Búið var að skipu­leggja upp­boðið áður en Biden tók við for­seta­em­bættinu og var honum dæmt að standa við það af al­ríkis­dómara. Um­hverfis­hópar bentu á að ríkis­stjórnin hefði þrátt fyrir það aðra mögu­leika í stöðunni, meðal annars að gera nýtt um­hverfis­rýni sem tæki til greina um­hverfis­á­hrif þess að brenna olíuna sem sótt yrði í flóann.

Kæran byggði á því að innan­ríkis­ráðu­neytið væri að styðja sig við úr­elt um­hverfis­rýni sem gert var á for­seta­tíð Donald Trump. Ekki væri tekið til­lit til nýjustu upp­lýsinga um á­hrif olíu­borunar í sjó á lofts­lagið.

Olíu­fyrir­tæki sem höfðu keypt leyfi til að bora í Mexíkó­flóa lýsa yfir von­brigðum yfir niður­stöðu dóm­stólsins.