Hópur al­mennra borgara og úkraínskra her­manna hafa leitað skjóls í verk­smiðjunni Azovs­tal í Maríu­pol síðasta hálfa mánuðinn. Í fyrsta sinn í gær­kvöld tókst nokkrum al­mennum borgurum að sleppa úr verk­smiðjunni.

Svi­atoslav Palamar, her­maður sem er stað­settur í Azovs­tal, greindi frá þessu í sam­tali við frétta­stofuna Reu­ters. Hann sagði um tuttugu ein­stak­linga, eldra fólk, konur og börn, hafa sloppið út.

Borgin hefur verið um­kringd af rúss­neskum her­mönnum svo vikum skipti og erfið­lega hefur gengið að koma fólki burt og í öruggt skjól. Mörg þúsund manns búa nú við mikinn skort í borginni.

Azovstal verksmiðjan.
Fréttablaðið/EPA

Ekki er alveg víst hve margir sitja fastir inni í verk­smiðjunni Azovs­tal en það er talið vera á bilinu eitt til tvö þúsund ein­staklingar, bæði al­mennir borgarar og her­menn. Sem stendur er svæðis­bundið vopna­hlé og full­trúar frá Sam­einuðu þjóðunum eru að reyna að semja um frelsun þeirra sem enn eru fastir í verk­smiðjunni.

Hart hefur verið barist um borgina en í síðasta mánuði tókst rúss­neskum her­mönnum að þrýsta þeim úkraínsku burt frá öllum víg­stöðvum nema verk­smiðjunni. Þeir sögðu þá að borgin væri svo gott sem fallinn í þeirra hendur.

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hefur sagt að her­mönnum standi til boða að yfir­gefa verk­smiðjuna ef þeir gefast upp. Að­stæður í verk­smiðjunni eru erfiðar fyrir rúss­nesku her­mennina og því hefur Pútín skipað þeim að gera ekki fleiri at­lögur að henni heldur ganga úr skugga um að enginn komist út.