„Alveg rólegur eldfjallafræðingur!“ skrifaði Magne Kvam, eigandi fjallahjólafyrirtækisins Icebike Adventures, á Facebook-síðu sinni um greiningu Þorvaldar Þórðarsonar á reyki sem sást nærri Keili í dag sem greint var frá á vef Fréttablaðsins.

„Þetta er bara mjög eðlilegt á þessum stað! Það er búið að rjúka svona þarna í allavega 6 ár! Og öruglega mikið lengur. Ég stoppa alltaf þarna þegar ég gæda ferðir inn að Lambafellsgjá til þess að sýna fólki þessa gufu!“

Magne lét fylgja með myndband af gufunum frá því fyrir sex árum. Aðrir netverjar voru honum sammála um að gufurnar hafi verið í Lambafellsgjá í „háa herrans tíð“.